Ási bjartsýnn – Hef fulla trú á að liðið haldi sæti sínu í deildinni

�??Nú eru búnir fjórir gríðarlega mikilvægir leikir á þeim rúmu tveimur vikum sem ég hef þjálfað liðið og það hefur þróast þannig að í fyrsta leiknum virtust menn ekki þekkja hlutverk sín nægilega vel varnarlega og Stjörnumenn fengu allt of mikið af opnum svæðum,�?? sagði Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari meistaraflokks karla þegar hann var spurður […]

Líf og fjör á Töðugjöldum á Hellu

Dagskrá Töðugjalda á Hellu, sem hófust í gær halda áfram í dag og er margt á dagskrá. Hátíðin er haldin af íbúum sjálfum fyrir íbúa og gesti. Allir íbúar sveitarfélagsins voru hvattir til að skreyta hjá sér hús og garða í sínum litum. Íbúar í dreifbýli voru hvattir til að vera með, gulir fyrir austan […]

Loks við upphaf haustlægða eru Fréttir og Eyjafréttir á timarit.is

Snorri Sturluson hafði eitt sinn á orði að þrjár myndu jafnan vera ástæður sérhvers hlutar. Vera má að reynsla sumra lesenda Eyjafrétta sé á skjön við þau gömlu orð en hvað varðar viðfangsefni þessarar samantektar reynast þau sönn. Upphaf þess máls að koma Eyjafréttum á vefrænt form undir timarit.is er rakinn til þess fyrsta viðburðar […]

Alvöru dýpkunarskip á leiðinni

Nú berast þær fregnir að hagstæðasta tilboðið í sanddælingu í og við Landeyjahöfn hafi komið frá belgísku stórfyrirtæki að nafni Jan de Nul. Fyr­ir­tækið hef­ur boðið skipið Pinta sem er 90 metr­ar að lengd til verksins. Alvöru skip sem er u.þ.b 20 metrum lengra en núverandi Herjólfur og 25 metrum lengra en skipið sem búið […]

Sigur hjá KFS

KFS heimsótti Berserki í gær í 3. deild karla þar sem KFS hafði betur 1-3. Fyrri hálfleikur var tíðindalítil en markalaust var í hálfleik. Á 60. mínútu dró til tíðinda þegar Einar Kristinn Kárason kom KFS yfir. Yngvi Magnús Borgþórsson skoraði annað mark gestanna á 72. mínútu og átta mínútum síðar var Einar Kristinn Kárason […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.