Dagskrá Töðugjalda á Hellu, sem hófust í gær halda áfram í dag og er margt á dagskrá. Hátíðin er haldin af íbúum sjálfum fyrir íbúa og gesti. Allir íbúar sveitarfélagsins voru hvattir til að skreyta hjá sér hús og garða í sínum litum. Íbúar í dreifbýli voru hvattir til að vera með, gulir fyrir austan Hellu, grænir fyrir vestan Hellu og rauðir í �?ykkvabæ. Verðlaun veitt fyrir best skreytta húsið eða býlið. Viðurkenning verður veitt fyrir best skreytta hverfið.
Dagskrá í dag:
Kl. 11:00-13:00
Töðugjöld bjóða til morgunverðar í íþróttahúsinu í boði Kökuvals, Reykjagarðs, Fiskáss, Kjarvals, Flúðaeggja og SS. Lifandi tónlist og Kvennakórinn Ljósbrá aðstoðar við framreiðslu. Seldir happdrættismiðar kr. 500 sem dregið verður úr á kvöldvöku, veglegir vinningar frá fyrirtækjum í sýslunni. Legobyggingakeppni. Keppendur hanna og byggja módel heima. Móttaka módela er á milli kl. 11:00-12:00 og þau höfð til sýnis í anddyri íþróttahússins. Kosið verður um flottasta módelið, keppt í tveimur flokkum 6 ára og yngri og 7 ára og eldri.
Kl. 11:00-17:00
Hoppukastalar og leiktæki. Verðandi 10. bekkur Grunnskólans á Hellu verður með sjoppu á svæðinu.
Kl. 11:00-12:00
Postularnir mæta og bjóða upp á hjólatúr.
Kl. 11:00-17:00
Skottsala á planinu fyrir austan íþróttavöllin (gegnt bakaríinu), sölubásar í tengibyggingu íþróttahúss og í tjaldi við skólann. Kíkið í geymslurnar og komið með skottið fullt af varningi.
Kl. 13:00
Vindmyllusmíði: spreyttu þig á hönnun vindmylluspaða með aðstoð starfsmanna Landsvirkjunar. Verðlaun fyrir frumlegustu spaðahönnunina og mestu rafmagnsvinnsluna. Klukkan 13:00 hefjast líka hestvagnaferðir Bettinu og standa fram eftir degi.
Kl. 13:45
Torfæruhlaup 6 km, ræsing á plani við sundlaug. Góð æfing fyrir þá sem hyggjast hlaupa Reykjavíkurmaraþon. Síðustu 300-400 m verða hlaupnir á íþróttavelli. Skráning á staðnum frá kl. 13:00.
Kl. 13:45
Reiðhjólakeppni fyrir 12-16 ára, ræsing á íþróttavelli. Skráning á staðnum frá kl. 13:00.
Kl. 14:00
Barna-og fjölskylduskemmtun á íþróttavelli og sviði, stjórnandi Ingó veðurguð.
Kl. 14:15
Fegurðasamkeppni gæludýra á svið. Dómari frá Dýralæknamiðstöðinni ehf.
Kl. 14:30
Kassabílarallý á íþróttavellinum. Hver á kraftmesta bílinn og hver á frumlegasta bílinn? Skráning við svið frá kl. 13:30-14:00.
Kl. 15:00
Hæfileikakeppni, keppt í tveimur flokkum 8 ára og yngri og 9 ára og eldri. Skráning við svið frá kl. 14:00-14:30.
Kl. 15:30
Traktors-ökuleikni á túninu við Kanslarann. Skráning á staðnum frá kl. 15:00.
Kl. 16:15
Bæjarhellubandið
Kl. 16:30
Zumbapartý
Kl. 17:00-20:00
Hlé á dagskrá, allir fara heim, næra sig og skeyta fyrir kvöldvökuna.
Skrúðgöngur úr hverfum mæta svo stundvíslega kl. 20:00 á íþróttavöll.
Kl. 20:00
Kvöldvaka hefst á sviði við íþóttavöll. Ingó veðurguð sé um að halda uppi fjörinu og stjórnar hverfakeppni þar sem 2 pör úr hverju hverfi keppa ásamt skrúðgöngustjóra.
Sigurvegarar úr hæfileikakeppni barna sýna atriði sín og sagt verður frá hinum ýmsu sigurvegurum dagsins.
Dregið í happadrætti.
Beggi blindi.
Bæjarhellubandið.
Verðlauna- og viðurkenningarafhending fyrir best skreytta húsið og hverfið.
Brekkusöngur með Ingó verðurguð.
Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar Hellu.
Hljómsveitin Made-in sveitin endar Töðugjöldin með dúndurstuði í Árhúsum.
Eftirtaldir aðilar styrkja Töðugjöldin og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir: Rangárþing ytra, Kartöfluverksmiðja �?ykkvabæjar, Arion banki, Landsbankinn, Bakaríið Kökuval, Fiskás, Reykjagarður, Sláturfélag Suðurlands, Kjarval, Flúðaegg, Flugbjörgunarsveitin Hellu, Húsasmiðjan, Olís, Dýralæknamiðstöðin, Tannlæknaþjónustan, Mosfell, Vörumiðlun, Kanslarinn, Árhús, Fóðurblandan, �?jótandi, Gámaþjónustan, Sjúkraþjálfun Shou, Glerverksmiðjan Samverk, Hótel Rangá, Hótel Dyrhólaey, Hótel Lækur, Hótel Fljótshlíð, Kaffi Langbrók, Hellishólar, Hótel Hvolsvöllur, Veiðifélag Ytri-Rangár, Verkalýðsfélag Suðurlands, Hótel Leirubakki , Stracta og Sláturhúsið Hellu.