Tryggvi Guðmunds­son er orðinn marka­hæsti ís­lenski knatt­spyrnumaður­inn frá upp­hafi í deilda­keppni, heima og er­lend­is, eft­ir að hann skoraði fyr­ir Njarðvík­inga gegn Leikni frá Fá­skrúðsfirði þegar liðin skildu jöfn, 1:1, í 2. deild karla á Njarðtaksvell­in­um í gær.
�?etta kemur fram á mbl.is �??�?etta var 218. mark Tryggva, sem jafnaði met­in úr víta­spyrnu á 75. mín­útu, og hans þriðja mark í fyrstu fjór­um leikj­um sín­um með Njarðvík­ing­um en hann gekk til liðs við þá í júlí eft­ir að hafa spilað með KFS frá Vest­manna­eyj­um í 3. deild­inni fyrri hluta tíma­bil­ins,�?? segir í samantekt Víðis Sigurðssonar á mbl.is.