Sailesh elskar að dáleiða Íslendinga og hann er væntanlegur með sýningu í Kiwanishúsið í Vestmannaeyjum þiðjudaginn 15. september.
Sailesh kom til Vestmannaeyja fyrir um 8 árum og fyllti þá húsið með ótrúlegri sýningu sem engin gleymir sem voru þar, nú heimsækir hann Eyjar aftur að eigin ósk en svo vel skemmti hann sér síðast þegar hann kom.
Dávaldurinn Sailesh mætir aftur til leiks í september og mun halda áfram að dáleiða Íslendinga, en dávaldurinn hélt tvær magnaðar, krassandi og bráðskemmtilegar sýningar fyrr á þessu ári hér á landi.
Dáleiðsluhæfileika Sailesh þarf vart að kynna en hann hefur skemmt Íslendingum síðustu ár og fengið þá til að gera ótrúlega hluti sem enginn áhugamaður um dáleiðslu, uppistand og skemmtun ætti að láta fram hjá sér fara.
Gestir tryllast af hlátri og eiga erfitt með að trúa eigin augum. �?eir huguðustu hafa tækifæri á að komast á svið með dáleiðaranum og áður en þeir vita af eru þeir jafnvel farnir að dansa, tala kínversku, stunda kynlíf með stólum og jafnvel upplifa hinn ótrúlegasta tilfinningarússíbana !
Allt að sjálfsögðu undir ströngum ramma dáleiðslunnar sem Sailesh kallar yfir þá sem þora.
Ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!
Ert þú klár? Hægt er að kaupa miða hér
Umsagnir um sýningar hans.
“Hottest hypnotist in the world!”
Inside E!
“The best hypnotist we’ve ever seen!”
MTV Europe
“Ridiculously brilliant!”
Pop TV