Í dag áttust við Ísland og Spánn á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Rússlandi. Íslenska liðið sigraði Spánverja 26-22, Hákon Daði Styrmisson skoraði fjögur mörk í leiknum.
Íslenska liðið er ríkjandi Evrópumeistari og nú bættist bronsið í safnið en liðið tapaði aðeins einum leik á mótinu en það var í gær gegn Slóvenum í undanúrslitum mótsins.
Eyjafréttir óska þeim Hákoni Daða og Nökkva Dan innilega til hamingju með frábæran árangur.