Nú hefur það gerst sem vofði yfir þeim þjóðum sem skrifuðu upp á viðskiptabann Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á Rússland að Rússar hafa sett viðskiptabann á innflutning matvæla frá þeim þjóðum sem undanþegnar voru frá banninu fyrsta árið. Ísland er eitt þeirra ríkja.
Í þessu máli er ekki aðeins verið að setja í stórhættu afkomu þess hluta sjávarútvegsins sem mestum hagnaði hefur skilað undanfarin ár. Heldur er hér verið að setja afkomu margra sjávarplássa og íbúa þeirra í algjört uppnám og skaða hagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma. Og hvaða þjóðum erum við svo að fylgja? Við erum að fylgja þjóðunum sem ætluð að láta okkur hanga í sama gálganum og Grikkir hanga nú, með Icesave snöruna um hálsinn.
Og til að þakka þessari leiðitömu þjóð leggur Evrópusambandið 18% refsitolla á makrílinnflutning frá Íslandi. �?etta er gert vegna þess að ekki hefur verið samið um hlutdeild Íslendinga í veiði úr sameiginlegum makrílstofninum, þar sem Íslendingar hafa verið beittir ofríki og ósanngirni. Svo því sé haldið til haga þá beita þessar þjóðir Íslendinga diplómatískum þvingunum vegna hvalveiða okkar þó bæði Normenn og Bandaríkjamenn veiði fleiri hvali en við á hverju ári.
�?essar þjóðir eru ekki mjög uppteknar af okkar hagsmunum og láta nægja að sparka í sinn minnsta bróður sem samt gengur áfram hnípinn aftastur í röðinni og hefur enga aðkomu að ákvörðunum viðskiptabannsins. Evrópuþjóðirnar settu viðskiptabann á hergögn, bankaviðskipti við tiltekna banka og frystingu eigna rússneskra auðmanna en ekkert af þessu eru viðkomandi Íslandi. Á sama tíma flæðir bæði gas og olía til Evrópu sem aldrei fyrr frá Rússlandi og svo bílar og tískufatnaður svo fátt eitt sé talið frá Evrópulöndunum til Rússlands.
En Íslendingar leggja undir eina af þremur mikilvægustu stoðum atvinnulífsins í landinu, sjávarútveginn sem mun stórskaðast. Engin Evrópuþjóð eða Bandaríkin myndu ganga svo nærri eigin hagsmunum í viðskiptabanni á Rússa eða nokkur önnur þjóð eins og Íslendingar gera sjálfum sér með þátttöku í viðskiptabanninu. Svo hvers vegna ættum við að gera það? Við, sem erum rétt að stíga upp úr mestu efnahagskreppu sem riðið hefur yfir þessa þjóð og erum að rétta úr kútnum en setjum sjálfviljug þann árangur í uppnám.
Tvískinnungur Íslendinga.
Sú afstaða einstaka Íslendinga eins og forseta ASI, að viðskiptabannið á Rússland sé ásættanlegt til skamms tíma vegna manréttindabrota Rússa á sér ekki stoð. �?g vil taka fram að ég mun aldrei skrifa upp á mannréttindabrot þeirra né nokkurra annarra þjóða. Viðskiptabannið mun engu breyta fyrir kúgaða þegna Rússlands eða annarra landa eins og hefur sýnt sig þegar litið er til reynslunnar. Ef við ætlum að beita aðrar þjóðir viðskiptaþvingunum vegan mannréttindabrota eins og við gerum við Rússa hvarnast fljótt úr hópi viðskiptalanda okkar. Hvernig haga Kínverjar sér, en nýlega var samþykktur á Alþingi viðskiptasamningur við þá voldugu þjóð sem hefur fótumtroðið mannréttindi íbúa í Tíbet og hinsegin fólk í Kína býr við lítil eða engin mannréttindi. Bandaríkjamenn voru okkar tryggasta bandalagsþjóð til langs tíma og þar eiga Íslendingar mikla viðskiptahagsmuni. Er sú mikla þjóð alltaf ríðandi á hvítum hesti yfir akur mannréttinda víða um heim? Nígería sem er mikilvægur markaður í Afríku er ekki þekkt fyrir höfðinglega framkomu hers og lögreglu við þegna sína og ég spyr er það öðruvísi mannréttindabrot en hjá Rússum? Er engin tvískinnungur Íslendinga í þessu máli?
Hundruð starfa í húfi.
�?að eru fleiri hliðar á þessu mái. Við setningu laga um veiðigjöld á síðast þingi fannst vinstri blokkinni á Alþingi veiðigjöld á sjávarútveginn allt of lág og sérstaklega á uppsjávarveiðiflotann. �?rátt fyrir að gengið var mun nær þeim hluta útgerðarinnar með álagningu gjaldsins en öðrum. Ef marka má sameiginlega niðurstöðu Utanríkismálanefndar þá er þverpólitíkur stuðningur við það að kippa mikilvægasta markaði uppsjávarvinnslunnar úr sambandi með tekjumissi upp á tæplega 40 milljarða króna á sama tíma og þungbær veiðigjöld eru á uppsjávarveiðum. �?g velti fyrir mér hvort sá einbeitti vilji sé enn til staðar að hækka beri veiðigjöld á uppsjávarflotann þegar þing kemur saman aftur. �?að væri þá í takt við þann tvískinnung að á sama tíma ræddi Utanríkismálanefnd um það hvernig ríkissjóður gæti komið að og styrkt útgerð uppsjávarskipa í þeim mikla tekjumissi sem útgerðin verður fyrir vegna viðskiptannsins. Ákvörðun sem við Íslendingar tókum sjálfir og ógnar atvinnulífi í sjávarplássum eins og á Höfn, Vestmannaeyjum, �?orlákshöfn, Vopnafirði og víðar um land. Er það svo að það sé meirihluti fyrir því á Alþingi Íslendinga að setja hundruði starfa í uppsjávarveiðum og vinnslu í hættu með því að standa að viðskiptabanni á Rússland sem eingöngu hefur þær afleiðingar að það hittur okkur sjálf sem þjóð beint í bakið og stórskaðar hagsmuni veiða og vinnslu, sveitarfélaga og íbúa þeirra sérstaklega.
�?að er mín skoðun að haldið hafi verið illa á þessu máli en lausn málsins er í okkar höndum. Hún fellst ekki í því að kasta frá okkur mörkuðum og hundruðum starfa og láta sér svo detta í hug að ríkið beri það tap. Hverslag eiginlega ráðdeild er þetta? Ef það er ekki verkefni þingmanna og Alþingis að vernda störfin í landinu og hagsmuni atvinnulífsins þá er starfið ekki beisið. Miðað við opinbera umræðu er ég eini þingmaðurinn á Alþingi Íslendinga sem hefur mótmælt opinberlega stuðningi okkar við Evrópusambandið og Bandaríkin í þessu máli og ég mun ekki kvika frá þeirri afstöðu Á þeim báti sem ég ræ í þessu máli er lang stærsti hluti þjóðarinnar í áhöfninni.