Í dag klukkan 18:00 tekur ÍBV á móti KR í Pepsí deild karla í fótbolta. KR er i þriðja sæti deildarinnar með þrjátíu stig en ÍBV er í því ellefta með fjórtán stig. Stutt er síðan liðin mættust síðast og eiga Eyjamenn harma að hefna síðan þá. Mikið umtal hefur verið eftir að leik liðanna var frestað í gær og vildi knattspyrnuráð ÍBV meðal annars að ÍBV yrði dæmt sigur vegna reglugerðar KSÍ en þar segir; 39.1. Lið, sem ekki mætir til leiks og hefur engar gildar ástæður, telst hafa tapað leiknum 0-3.
ÍBV hefur ekki þurft að fresta útileik í tvo áratugi og vefst fyrir mörgum hvernig megi standa á því að ÍBV mæti alltaf í sína leiki en lið ofan landi geti fengið frestun vegna veðurs. Blikar komu til dæmis degi fyrir leik fyrr í sumar vegna slæmrar veðurspá. Fyrir skemmstu varð mikil umræða um ferðamáta Leiknis til Vestmannaeyja, þetta er í annað sinn sem umræða verður í sumar um ferðamáta liða í Pepsi deildinni.
Nú klukkan 08:45 í Vestmannaeyjum er svarta þoka eins og myndin sýnir.
.jpg)
Horft í átt að Heimaklett