Mótanefnd KSÍ létti störf knattspyrnuráðs ÍBV með úrskurði sýnum föstudaginn 21. ágúst síðastliðinn en úrskurðinn má sjá hér að neðan. Með úrskurði þessum þarf ekki að senda liðið deginum áður til leiks ef spáin er slæm, við þurfum ekki að hlusta á starfsmenn KSÍ um hótanir með að dæma okkur ósigur ef við sendum ekki liðið í þriggja tíma siglingu í 7-8 metra ölduhæð til �?orlákshafnar eins og við urðum að gera síðastliðinn vetur.
Frá því að undirritaður kom í knattspyrnuráð ÍBV hefur okkur beinlínis tvisvar verið skipað af starfsmanni KSí um að mæta til leiks. Fyrra atvikið átti sér stað 2010 og var um leik í Pepsídeildinni að ræða, þá var eldgos í Eyjafjallajökli og ekkert áætlunarflug að hafa og Herjólfur enn að sigla í �?orlákshöfn. Við tilkynnum KSÍ um að liðið mæti ekki til leiks og förum fram á frestun. KSÍ tók það ekki í mál og skipaði okkur að ferja liðið með litlum vélum upp á Bakkaflugvöll þar sem um sjónvarpsleik var að ræða. Við eins og asnar gerðum eins og KSÍ bað um þar sem þessi leið var opin en við þurftum að treysta á góðvild áhugamanna um flug þar sem ekkert flugfélag flaug á Bakka á þessum tíma.
Síðara atvikið átti sér stað í Lengjubikarnum síðastliðinn vetur en þá var brjálað veður eins og svo oft þann vetur og Herjólfur ekkert búinn að sigla og flug mjög stopult. Síðan þegar kemur fram á daginn ákveða Herjólfsmenn að fara með litlum fyrirvara og fáum við þá símtal frá starfsmanni KSÍ sem segir hreint út, þið komið með skipinu eða leikurinn verður dæmdur tapaður. �?arna höfðum við ekkert val og urðum að senda liðið upp land með Herjólfi.
Í sumar höfum við sent liðið upp á land degi fyrir leik með tilheyrandi kostnaði til að liðið gæti pottþétt mætt til leiks. Breiðablik hefur einnig farið sömu leið en fyrir leik þeirra í lok júní hér í Vestmannaeyjum komu þeir degi fyrr með tilheyrandi kostnaði. Flestir muna enn eftir Leiknismálinu sem kom upp fyrr á leiktíðinni þar sem lið Leiknis fór með bátnum Víking til að geta mætt til leiks en þeir komust þó á leiðarenda og vil ég hrósa þeim liðum sem leggja á sig til dæmis að koma degi fyrr líkt og Blikar til þess að leikir geti farið fram á réttum tíma líkt og við gerum.Við búum á Íslandi þar sem allra veðra von er og þurfum við að taka því og ég tel að okkur hafi tekist virkilega vel að lesa í veðurspár og annað þar sem við þurfum að gera það til að komast leiða okkar eins og Íslendingar þekkja.
Síðan þegar KR mætti ekki til leiks síðasta fimmtudag var það algjört prinsipmál hjá mér að senda inn erindi á mótanefnd KSÍ og fara fram á að ÍBV yrði dæmdur sigur þó að við viljum að sjálfsögðu spila alla leiki. Núna höfum við í höndum úrskurð sem við getum notað í framtíðinni.
Svar KSÍ:
�??Mótanefnd KSÍ hefur fjallað um erindi ÍBV þess efnis að ykkur verði dæmdur sigur í leik ykkar gegn KR í Pepsi-deild karla í gær, 20. ágúst.
Tekið er á því í neðangreindu ákvæði hvenær félög mega ekki treysta á flug á leikdegi:
�??23.1.9. Mótanefnd skal að öllu jöfnu raða leikjum í síðustu tveimur umferðum í Pepsi-deild karla á sama tíma. Sama gildir um síðustu tvær umferðir í 1. deild karla. Leikir í þessum umferðum, sem geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu sætum (rétt til þátttöku í Evrópukeppni), skulu ávallt fara fram á sama tíma. Sama á við um leiki, sem geta haft úrslitaáhrif á fall úr deild. Liði, sem ferðast til leiks í þessum umferðum, er óheimilt að treysta á flug á leikdegi og skal nota annan ferðamáta til að komast á leikstað á réttum tíma.�??
Með vísan í ofangreint ákvæði er það mat mótanefndar, að KR hafi haft rétt til þess að treysta á flug í þennan leik og þar með gilda ástæðu fyrir því að hafa ekki mætt til leiks. �?ví hafnar nefndin kröfu ykkar um að vera dæmdur sigur í leiknum.�??