Í gær var undirritaður samningur milli Íslandsbanka Vestmannaeyjum, og Félags um Vestmannaeyjahlaup.
Samningur þessi er endurnýjun á eldri samningi milli Íslandsbanka og Vestmannaeyjahlaupsins, sem fagnar 5 ára afmæli í ár.
Nýi samstarfssamningurinn er til 3ja ára og verður Íslandsbanki þar með áfram aðalstyrktaraðili hlaupsins.
Íslandsbanki lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn, og að geta stutt vel við þetta frábæra framtak, sem Vestmannaeyjahlaupið er, og væntir mikils af samstarfinu.
Um leið hvetjum við alla til að skrá sig til þátttöku í hlaupinu.
Með hlaupakveðjum.
Starfsfólk Íslandsbanka í Eyjum.