Nú á næstu dögum er von á fyrstu lundapysjunum í bæinn og er því um að gera að hafa augun hjá sér þegar kvölda tekur. Eins og undanfarin ár verður Pysjueftirlitið starfrækt hjá Sæheimum og hvetjum við alla til að koma þangað með pysjurnar sem finnast í vigtun og vængmælingu. Pysjueftirlitið er að gefa okkur mikilvægar upplýsingar um fjölda og ástand lundapysja hvert ár.
Svo er um að gera að fara strax og sleppa pysjunum á góðum stað. �?að er mikilvægt að sleppa pysjunum eins fljótt og mögulegt er eftir að þær finnast. Hver dagur í haldi dregur úr lífslíkum þeirra og er þetta sérstaklega mikilvægt núna þegar fáar pysjur eru að komast á legg. Einnig skal varst að meðhöndla þær mikið því að við það missa þær fituna úr fiðrinu sem er þeim svo mikilvæg og gerir þeim kleyft að halda vatni frá líkamanum.
Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrusofu Suðurlands eru ungar í um 15% lundaholanna á rannsóknasvæði þeirra og eigum við því ekki von á mörgum pysjum þetta árið.
Heimasíða Sæheima greindi frá