Í dag lauk síðasta keppnisdeginum á Hafnarfjarðarmótinu í Handbolta, fjögur lið tóku þátt, Haukar, FH, ÍR og ÍBV. ÍBV sigraði mótið en þeir unnu tvo leiki og gerðu eitt jafntefli. Eins og við höfum áður sagt frá sigruðu ÍBV, FH á fyrsta degi mótsins. Í gær áttust svo við Haukar og ÍBV en leiknum lyktaði með jafntefli. Í dag mættust svo ÍBV og ÍR þar sem ÍBV burstaði ÍR-inganna, 37-23 og standa því Eyjamenn uppi sem sigurvegarar á þessu sterka æfingarmóti.