Í dag fer fram heil umferð í Pepsi deild karla þar sem ÍBV tekur á móti Keflavík á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en þau sitja á botni Pepsi deildarinnar. Keflavík er í neðsta sætinu með sjö stig en ÍBV er í því tíunda með fimmtán stig. Keflavík hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu en það var gegn ÍBV á þeirra heimavelli og eiga Eyjamenn því harma að hefna.