Aflaverðmæti úr sjó í maí á þessu ári jókst um 5.4% sé miðað við maímánuð árið 2014. Mikil aukning varð á aflaverðmæti ufla og flatfisks. Heildarverðmæti aflans yfir eins árs tímabil jókst um 7.5%. �?etta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Heildarverðmæti aflans í maí nam 13,4 milljörðum og munar mest um þorskinn en verðmæti þorskaflans var 4,8 milljarðar. Verðmæti flatfiskaflans jókst mikið eða um nærri 50%, í maí í fyrra var verðmæti flatfisksaflans 1,106 milljarðar en í maí í ár nam hann 1,65 milljörðum. Munar þar mest um grálúðu og skarkola.
Mikil aukning varð einnig á verðmæti ufsaaflans, um 40%, en í maí í ár nam verðmæti aflans 1,1 milljarðs. Verðmæti ýsuaflans minnkaði um 18%. Heildarverðmæti aflans á tímabilinu júní 2014-maí 2015 149,5 milljarðar og er það aukning um 7.5% sé miðað við tímabilið júní 2013-maí 2014.