Í dag klukkan 18:00 mætast Stjarnan og ÍBV í Pepsí deild kvenna þegar 16. umferð deildarinnar fer fram. Stelpurnar eiga aðeins þrjá leiki eftir og mikilvægi leiksins er gríðarlegt ef stelpurnar ætla að ná þriðja sætinu en stelpurnar eru í því fimmta með 25 stig. Stjarnan er í öðru sæti með 36 stig og má því búast við hörkuleik á milli þessara liða í dag.