Fyrir bæjarráði lá svar Landsbankans þar sem beiðni Vestmannaeyjabæjar um hluthafafund er hafnað. Áður hafði Vestmannaeyjabær óskað eftir slíkum fundi með það fyrir augum að ræða sérstaklega áform um byggingu nýrra höfuðstöðva á verðmætustu lóð í landinu og móta eigendastefnu þar að lútandi.
Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirliggjandi bréf og bendir stjórnendum bankans á að almennt sé gert ráð fyrir jafnræði hluthafa varðandi upplýsingar og helsti vettvangur til þess séu hluthafafundir. Fáheyrt verður að telja að neita beiðni eigenda um að ræða stefnumótun og fá aðgengi að upplýsingum sem ekki lúta bankaleynd.
Bæjarráð vísar meðal annars til leiðbeiningarregla um góða stjórnhætti, sem bankinn segist fylgja (sjá hér).
�?ar segir í grein 2.10 um samskipti við hluthafa:
2.10 Samskipti við hluthafa
Samskipti stjórnar við hluthafa eiga að einkennast af hreinskilni og vera skýr og samræmd. 2.10.1 Allir hluthafar skulu hafa sama aðgengi að upplýsingum um hagi félagsins. Upplýsingagjöf til hluthafa á þannig að takmarkast við hluthafafundi eða miðlun samræmdra skilaboða til allra hluthafa á sama tíma.
2.10.2 Stjórn skal koma á skilvirku og aðgengilegu fyrirkomulagi samskipta hluthafa við stjórn félagsins þannig að þeir hafi jöfn tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við hana. Hluthafar skulu þannig eiga þess kost að gera stjórn félagsins grein fyrir viðhorfum sínum tengdum rekstri þess og leggja spurningar fyrir stjórnina.
Í ljósi viðbragða Landsbankans telur bæjarráð sig tilneitt til að óska eftir því við bankasýslu ríkisins að svo fljótt sem verða má verði boðað til hluthafafundar. Í viðbót við þau almennu sanngirnissjónarmið að eigendur bankans komi að mótun stefnu bankans vísar bæjarráð til eigendastefnu ríkisins:
þar sem mikil áhersla er lögð á gagnsæi.
Til stuðnings beiðni sinnar vísar bæjarráð sérstaklega til eftirfarandi kafla eignendstefnunar: “Samskipti ríkis og fjármálafyrirtækja sem það á eignarhluti í

�?? �?eir sem fara með eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum eiga að sinna því í samræmi við félagsform hvers fyrirtækis. Algengast er að slík fyrirtæki séu hlutafélög og skal þá fara eftir lögum og reglum sem um slíka starfsemi gilda.
�?? Aðkoma ríkisins sem eigandi byggist á almennum viðurkenndum viðmiðum um góða stjórnarhætti fyrirtækja. Auk þeirra viðmiða sem sett eru fram í eigandastefnu ríkisins eiga fjármálafyrirtæki að fara að lögum og reglum sem um starfsemina gilda og fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem m.a. byggjast á leiðbeiningum frá OECD. Árlega skal birta yfirlýsingu um stjórnarhætti fyrirtækjanna í ársskýrslum þeirra.
�?? Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti í fjármálafyrirtækjum og kemur fram fyrir hönd ríkisins á aðal- og hluthafafundum. Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins eiga hvorki að taka þátt í daglegum rekstri fyrirtækjanna né hafa áhrif á ákvarðanir þeirra utan hefðbundinna samskiptaleiða sem tengjast félagsformi hvers fyrirtækis eða um er samið í samningum milli Bankasýslunnar og fjármálafyrirtækja. Bankasýslan skal kappkosta að efla og styrkja samkeppni á fjármálamarkaði og hafa skýrt skipulag í samskiptum sínum við fyrirtækin þannig að staða hennar sé trúverðug.
�?? Hluthafafundur (á líka við um stofnfjárfund eða samsvarandi vettvang annarra félagsforma) hefur æðsta vald í öllum málefnum fjármálafyrirtækja. Ríkið líkt og aðrir hluthafar beri upp mál sín á hluthafafundi”.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við Bankasýslu ríkisins að svo fljótt sem verða má verði boðað til hluthafafundar þar sem sérstaklega verði fjallað um byggingu nýrra höfuðstöðva á verðmætustu lóð í landinu og móta eigendastefnu þar að lútandi.