Fyrir bæjarráði lá erindi frá bæjarstjóra þar sem hann óskar heimildar til að koma fram fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar á ráðstefnu sem haldin verður í Utah dagana 9. til 12. Sept. til að minnast þess að í ár eru 160 ár frá því að fyrstu landnemarnir frá Vestmannaeyjum settust þar að. Í erindinu kemur fram að mjög eindregið hafi verið óskað eftir því að Vestmannaeyjabær sendi fulltrúa til ráðstefnunar. �?á kemur einnig fram að bæjarstjóri greiði sjálfur ferðakostnað og er í erindinu eingöngu verið að óska eftir heimild til að koma fram fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.
Bæjarráð veitir fúslega heimild sína fyrir því að bæjarstjóri komi fram fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar á þessari ráðstefnu. �?á hvetur bæjarráð einnig eindregið til þess að tengsl við vesturíslendinga �??og þá sérstaklega af ættum Eyjamanna- verði ræktuð af fremsta megni.