Næstkomandi laugardag mun Vestmannaeyjahlaupið fara fram en hlaupið var kosið hlaup ársins árið 2014. Hægt er að velja um þrjár hlaupaleiðir, 5, 10 og 21 kílómetra, en nú eru fleiri búnir að skrá sig heldur en á sama tíma og í fyrra. 21 km hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina klukkan 11.30. 5 og 10 km hlaupin eru ræst saman kl.12. Enn hægt er að skrá sig í hlaupið inni á vefsíðunni hlaup.is.
Herjólfur býður hlaupurum upp á tilboð á laugardaginn. Ferðir fram og til baka ásamt þátttökugjaldi fyrir 3.000 kr. Farið er frá Landeyjahöfn kl.09:45 og frá Vestmannaeyjum kl.18:30 en skráning í pakkaferðina fer einnig fram á hlaup.is.
Einnig verða í boði hlaup fyrir krakka í tveimur aldursflokkum 6 til 10 ára munu hlaupa frá sviðinu í Herjólfdal að marki á Brekkugötu kl. 11.00. Fimm ára og yngri býðst svo að hlaupa upp Brekkugötuna og hefst þeirra hlaup kl. 11.40. Ekki þarf að skrá þátttakendur í krakkahlaupin bara að mæta tímanlega.
Dagskrá
4. september föstudagur
kl.18-20 Gögn afhend í íþróttamiðstöð.
Brautaverðir funda.
5. september laugardagur
10:00 Gögn afhend þeim sem eru nýkomnir.
10:30 Tónlist við Íþróttamistöð.
10:30 Brautaverðir og aðstoðarfólk mæta í Íþróttahús í morgunkaffi.
11:00 Krakkahlaup 6-10 ára frá Herjólfdal (sviði) að marki á Brekkugötunni.
11:15 Brautaverðir fara á sína staði.
11:30 21 km hlaupið hefst.
11:40 Krakkahlaup 5 ára og yngri upp Brekkugötuna.
11:45 Upphitun og stemmning við ráspól.
12:00 5 km og 10 km hlaup hefjast.
12:00 Boðið upp á kaffi við mark fyrir áhorfendur.
12:20 Fyrstu menn fara að koma í mark úr 5 km.
12:35 Fyrstu menn fara að koma í mark úr 10 km.
13:00 Fyrstu menn fara að koma í mark úr 21 km.
Verlaunaafhending, sund og slit 😉