�?að er frítt lið Eyjamanna sem er íslenska landsliðinu í knattspyrnu til aðstoðar úti í Hollandi. Á forsíðu Eyjafrétta í gær er rætt við Heimi Hallgrímsson, þjálfara liðsins en auk hans eru úti í Hollandi þeir Jóhannes �?lafsson sem er í stjórn KSÍ, �?mar Smárason sem er fjölmiðlafulltrúi landsliðsins og svo Einar Björn Árnason, Einsi kaldi, sem hefur yfirumsjón með eldamennskunni fyrir landsliðið.
�??�?etta kom upp á spjallborðið í vor,�?? sagði Einar Björn þegar Eyjafréttir ræddu við hann á mánudag. �??Heimir spurði mig hvort ég væri til í að koma með og stjórna matseldinni úti. Menn höfðu eitthvað verið að kvarta yfir fæðinu sem þótti frekar einhæft. Mér fannst þetta spennandi og sagði strax já. Við flugum út til Hollands á sunnudag en strákarnir hafa verið að tínast hingað í dag. �?g er með aðstöðu á Akura hótelinu þar sem eru fimm veitingastaðir og þetta er flott aðstaða. Reyndar er ég minnst í sjálfri eldamennskunni, það eru þrír strákar frá hótelinu sem sjá um hana að mestu leyti. �?g er aðallega í því að mæla kolvetni og prótein í matnum og huga að öllum smáatriðum. Svo vinn ég þetta náið með næringarsérfræðingi hér á staðnum. �?að er virkilegur atvinnumannablær yfir þessu.�?? Og auðvitað spurðum við Einar Björn hvað hann hygðist gefa landsliðinu að snæða í kvöld, daginn fyrir leik. �??�?að verður hollustufæða sem fer vel í maga. Kjúklingur með brúnum hrísgrjónum og fitulausri sósu og svo hrærð egg og pasta. Svo er náttúrlega staðgóður morgunverður á leikdag og vel útilátinn kvöldverður eftir leik. �?etta er ákaflega skemmtilegt og spennandi verkefni að takast á við og ég sé ekki eftir því að hafa tekið það að mér,�?? sagði Einar Björn Árnason, matreiðslumaður íslenska landsliðsins.
Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kom út í gær.