Í kvöld klukkan 18:15 fer fram leikur um titilinn meistarar meistaranna í Schenkerhöllin að Ásvöllum og eru Eyjamenn hvattir til að mæta en ÍBV hefur aldrei unnið titilinn meistarar meistaranna en strákarnir töpuðu titlinum í fyrra á heimavelli fyrir Haukum.
Eyjafréttir tóku stöðuna á Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV og taldi hann möguleika liðsins góða. ,,�?g met þá bara nokkuð góða. �?etta verður hörku leikur þar sem bæði lið munu selja sig dýrt. Haukarnir eru komnir örlítið lengra en við á þessum tímapunkti, þeir halda nánast sama hóp, eru vel skipulagðir og hafa spilað fleiri æfingarleiki. En á móti höfum við karakter í okkar liði sem er engu líkur. Karakter, vilji og dugnaður strákanna hefur skilað þeim mörgum sigrum og ég hef trú á þessir þættir munu ráða úrslitum á föstudaginn,�?? sagði Arnar að lokum.