Í upphafi hvers leiktímabils leika saman Íslandsmeistarar ársins og bikarmeistarar ársins. Að þessu sinni Haukar og ÍBV og var leikið að Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikir þessara liða hafa oft verið afar dramatískir, úrslitin sitt á hvað og úrslitamarkið gjarnan á síðustu sekúndum. Hver man ekki úrslitamark Agnars þegar ÍBV varð Íslandsmeistari í árið 2014. Má kannski kalla lið ÍBV og Hauka, einskonar fjandvini. Í fyrra unnu Haukar þessa sömu keppni og fóru því með bikarinn í Hafnarfjörðinn. Margir leikmenn Hauka í gegnum árin hafa komið frá ÍBV meðal annarra núverandi þjálfari ÍBV og nú er þjálfari Hauka fyrrum þjálfari ÍBV, sá eðalmaður Gunnar Magnússon sem stýrir Haukum og Arnar Pétursson stýrir ÍBV. Leikurinn í kvöld endaði með sigri ÍBV 25-24. �?að er tilhlökkunarefni að fylgjast með þessum liðum í vetur. Ekki er ólíklegt að þessi sömu leið eigi eftir að berjast um titla á komandi handboltavertíð.