Kvennalið ÍBV í handbolti tók þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi. Í gær lék liðið við Gróttu og gerðu jafntefli, 27-27. ÍBV liðið lék síðan við Selfoss um 3ja sætið og beið lægri hlut, 30-33. �?að voru hinsvegar Framkonur sem sigruðu á mótinu með því að leggja Gróttu að velli.
Ragnarsmótið er árlegt minningarmót sem haldið er til minningar um Ragnar Hjálmtýsson einn af efnilegri handboltamönnum Selfoss. Ragnar lést árið 1988.