�??�?etta er engan veginn í lagi,�?? segir Ásthildur Hannesdóttir í samtali við Pressuna sem vill vekja athygli á niðurlægjandi framkomu sem uppeldisfaðir hennar varð fyrir á veitingastað í Reykjavík á dögunum. Vill hún áminna fólk að dæma ekki of fljótt eftir útliti og muna að það er saga á bak við hvern einstakling.
�??�?að er alls ekki ætlunin að koma óorði á staðinn en þessi framkoma er bara svo ljót. �?g held að það geti margir lært af þessari sögu,�?? segir Ásthildur en hún vakti upphaflega athygli á málinu á fésbókarsíðu sinni þar sem hún ritaði eftirfarandi texta.
�??Valli, uppeldisfaðir minn, þar af leiðandi afi dóttur minnar og pabbi systkina minna kemur í bæinn í eina af fjölmörgum læknisskoðunum sem hann hefur þurft að mæta í vegna slyssins sem hann lenti í þegar hann féll úr Súlnaskeri. Af þessu slysi vita nú langflestir Vestmannaeyjingar og gott betur en það en hvað um það. Valli ákveður að kíkja í miðborg Reykjavíkur og fá sér eitthvað gott að borða. Hann röltir um og stingur svo inn höfði á American Bar sem nýlega opnaði í Austurstrætinu. Hann sest niður og skoðar úrvalið á matseðlinum í rólegheitum eins og honum einum er lagið en furðaði sig þó aðeins af því afhverju hann fékk enga afgreiðslu þrátt fyrir fullt af sýnilegu starfsfólki og ekki fullan stað, hann sagði nú samt ekkert heldur sat bara og beið, þolinmóður eins og alltaf.
�?á segir Ásthildur að skyndilega hafi þrekinn maður komið upp að Valla og reyndist hann vera vera öryggisvörður staðarins:
�??Hann bað hann um að yfirgefa staðinn – þjónustustúlkurnar voru svo hræddar við hann, þennan róna”! �?eir sem þekkja Valla vita að hann er ekki maður með mótþróa og gerði hann því bara það sem honum var sagt. Niðurlægður og hissa labbar hann svolítið tregur eftir þetta allt saman inn á Café París og var trítaður þar eins og kóngur. Í fyrsta lagi þá er Valli ekki róni! Hann vissulega á sína fortíð eins og við öll en hann hefur ekki bragðað áfengi síðan 2004 takk fyrir pent og er ekki hægt annað en að vera stoltur af þeim árangri. Í öðru lagi var hann ekkert illa til hafður eða slíkt, heldur bara í timberland skóm, 66 norður jakka og gallabuxum. Hvort sem hann hefði verið í einhverjum öðrum klæðum eða ekki þá hefði það ekki átt að skipta neinu máli. Í þriðja lagi þá lenti Valli í öðru slysi á sínum yngri árum þar sem hann brenndist mjög illa og alvarlega sem að hefur einkennt hann og hans útlit upp frá því. Ekki að það eigi heldur að skipta neinu máli.
Ásthildur viðurkennir fúslega að hún hafi sjálf staðið sig að því að dæma fólk út frá líkamsvexti, klæðaburði og útliti almennt.
�??�?g veit að það er ljótt og hef ég oft fengið að sjá að mér í dómhörkunni, sem er bara gott á mig en mér finnst of mikið af því góða að henda svöngum, blásaklausum rólyndis manni út af veitingastað án ástæðna en augljóslega vegna útlits! �?g er ótrúlega sár og reið fyrir hans hönd þar sem að Valli er alltaf góður við allt og alla, virkilega vel liðinn í sínum heimabæ fyrir góðmennsku sína enda er þetta ekki eitthvað sem hefði gerst þar enda vita flestir hver hann er og hvað hann hefur þurft að ganga í gegnum. Auðvitað gat þetta starfsfólk ekkert vitað alla hans ævi, ekkert frekar en allra hinna viðskiptavinanna en það er þó óþarfi að gera sér upp hræðslu, ímyndir og geta kolrangt í eyðurnar á kostnað viðskiptavinar sem var kominn til þess að borða og borga fyrir sig og sitt. �?g mun sniðganga þennan stað en með þessari frásögn langar mig til þess að bera fram boðskap og biðja ykkur um að slaka á dómhörkunni og þá sérstaklega hvað varðar útlit. Við erum blessunarlega ekki öll eins en bara svo þið vitið að undir brennda skinninu hans Valla (sem ég er löngu hætt að taka eftir) leynist besta sál í heimi.
Pressan.is greindi frá og lesa má greinina í heild hér.