Kapparnir í Karlakór Vestmannaeyja hafa hafið vetrarstarf sitt og æfa milli klukkan 17:00 og 19:00 á sunnudögum í sal Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Stjórnandi kórsins er �?órhallur Barðason frá Kópaskeri, en hann kennir einnig söng við Tónlistarskólann. Formaður er Sindri �?lafsson. Fyrirhugaðir eru sameiginleigir tónleikar Karlakórs Vestmannaeyja og karlakórs sem heitir Drengjakór íslenska lýðveldisins þann 21. nóvember næstkomandi. �?eir tónleikar munu fara fram á Háaloftinu í Höllinni. Einnig er líklegt að Karlakór Rangæinga komi til Eyja í oktober til tónleikahalds og munu þeir fá Karlakór Vestmannaeyja til liðs við sig á þeirri uppákomu ef af henni verður. Kórfélagar í Karlakór Vestmannaeyja eru á öllum aldri og hverfur allt kynslóðabil á æfingum. �?að er létt stemning í hópnum og stórhugur í mönnum. �?eir sem hafa áhuga á því að gerast meðlimir í Kórnum geta mætt hálftíma fyrir næstu æfingar, kl. 16:30, til skrafs og ráðagerða með stjórnandanum.