Hagnaður Ísfélags Vestmanneyja árið 2014 nam 24,8 milljónum dollara, eða sem nemur tæpum 3,2 milljörðum íslenskra króna. Eignir samstæðunnar í lok árs námu 279,8 milljónum dollara, eða um 36,8 milljörðum íslenskra króna. Bókfært eigið fé í árslok var 130,6 milljónir dollara, eða tæpir 17 milljarða krónar og eiginfjárhlutfall félagsins var 48,1%. Laun og launatengd gjöld samstæðunar námu 25,8 milljónum dollara, rúmum 3,3 milljörðum íslenskra króna. Ársverk samstæðu voru samtals 283, ársverk móðurfélags voru 270 og fækkaði um 20 milli ára.
Hluthöfum fækkaði um tvo á árinu og voru 137 í lok árs. ÍV fjárfestingarfélag ehf á um 88% útistandandi hlutafjár og er eini hluthafi félagsins sem á yfir 10% hlut. ÍV samstæðan á fjögur dótturfélög, Dala Rafn ehf, Fiskmarkað �?órshafnar ehf, Jupiter Shipping ehf og IVM 2 ehf.
Heildarlaun og þóknanir til stjórnenda samstæðunnar á árinu 2014 námu 1,4 milljónum dollara, eða 180 milljónum íslenskra króna.
Aflahlutdeild og aflamark samstæðunnar fyrir fiskveiðiárið 1. September 2013 til 31. Ágúst 2014 var mest af loðnu, tæp 20%, norsk-íslenskri síld, 20,2%, og síld 13,2%.
vísir.is greindi frá