Eins og öllum Eyjamönnum ætti að vera orðið löngu ljóst verður hið óviðjafnanlega Lundaball í Höllinni að að kvöldi laugardagsins 26. september. Ballið er í höndum Helliseyinga og er undirbúningur í fullum gangi.
Buff sér um ballið og Einsi kaldi stjórnar matseldinni og hefur aldrei sést annar eins matseðill:
– Villibráðarbrauð með sölvarsmjöri og þaraolíu.
– Pönnusteiktur steinbítur með chorizó, fetaosti og sýrðum smátómötum.
– Skötuselsspjót með myntu-parmessan, pestó og sítrónu-hollandies risottó.
– �?orskhnakki með chilly pestó, borinn fram með sætkartöflusalati.
– Ofnbakaður Karfi á humarbyggi ásamt grillaðri papriku.
– Súlusalat með furuhnetum, sólþurrkuðum tómötum, fylltu chilly og ólífum.
– Léttreyktur Skarfur borin fram á melónusalati ásamt villibráðardressingu.
– Reyktur lundi með rófustöppu, kartöflum, jafning, grænum baunum og rauðkáli.
– Nýr Lundi með kartöflum og sólberja-maltsósu.
– Pönnusteiktur Svartfugl með bláberjum og garðablóðbergi.
– Hrefnusteik með svepparagú, pecanhnetum og lauk.
– Villikryddað lambalæri ásamt sykurbrúnuðum kartöflum, gratineruðu grænmeti og rauðvínssósu.
Ef svo ólíklega vill til að þú ert ekki búinn að skrá þig er ennþá séns.
Eftirtaldir aðilar taka við skráningu fyrir sín veiðifélög:
Álsey: Diddi Leifs s: 844 3012 – Bjarnarey: Hlöbbi Guðna s: 861 1407 – Brandur: �?li Guðmunds s: 892 0383 – Elliðaey: Ívar Atla s: 840 5535 – Suðurey: Hallgrímur Tryggva s: 897 1150 – Ystiklettur: Elli Jens og Sigga s: 896 2163 og 897 2163 – Hellisey: Siggi Braga s: 844 3026 – Veiðifélagið Heimaey(Heimaland): Eyþór Harðar s: 861 2287.
Gestir utan veiðifélaga eru að sjálfsögðu einnig velkomnir og skrá þeir sig hjá Einsa Kalda s: 698 2572 eða Sigga Braga s: 844 3026.
Heillisey