Tíu byggðarlög verða fyr­ir mikl­um áhrif­um vegna viðskipta­banns Rússa að því er fram kem­ur í ný­út­kom­inni skýrslu Byggðastofn­un­ar um áhrif banns­ins á ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir.
Skýrsl­an var unn­in að beiðni Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, en um hana er fjallað og rætt við ráðherra vegna máls­ins í Morg­un­blaðinu í dag.
Byggðarlög­in tíu sem verða fyr­ir mest­um áhrif­um vegna banns­ins eru �?órs­höfn, Raufar­höfn, Vopna­fjörður, Nes­kaupstaður, Eskifjörður, Fá­skrúðsfjörður, Höfn, Vest­manna­eyj­ar, Snæ­fells­bær og Garður en í skýrsl­unni kem­ur jafn­framt fram að áætlað tekjutap sjó­manna og land­verka­fólks hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um verði á bil­inu frá 990 millj­ón­um til 2.550 millj­óna króna á einu ári vegna banns­ins.