�?etta kemur fram á visir.is . �?ar segir að hér á landi séu notuð lyfin Interferon og Ribavirin við lifrarbólgu C en þau lyf eru talin úrelt í nágrannalöndum okkar. Meðferðin er sem fyrr segir 48 vikur, er afar erfið og hefur í för með sér miklar aukaverkanir líkt og var í tilfelli Fanneyjar.
Lyfjameðferðin sem Fanney vill fara í tekur átta vikur og það eru um 95 prósenta líkur á því að læknast af sjúkdómnum en af hinum lyfjunum eru líkurnar 70 prósent.
Fanney hefur verið í sambandi við lækni í Svíþjóð og komist að því að lyfin kosti 7-10 milljónir. Auk þess er meðferðin laus við aukaverkanir. Íslenska ríkið neitaði henni hins vegar um að taka þátt í þessum kostnaði og bar við fjárskort.
Fanney hefur áfrýjað þessum dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands. Hægt er að lesa dóminn hér.