Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna völtuðu yfir slakt lið Aftueldingar með 41 marki gegn 21. Fyrir leikinn var alls ekki búist við jöfnum leik en í hálfleik var staðan 22:8.
Margar ungar stelpur fengu að spreyta sig í Íþróttahöllinni í Eyjum áðan. Byrjunarlið ÍBV sat á bekknum nánast allan síðari hálfleikinn.
Markahæst hjá ÍBV voru Vera Lopes og Greta Kavaliuskaite en hún er nýr leikmaður liðsins. �?ær skoruðu báðar 9 mörk í dag.
Sigurinn er sá annar hjá stelpunum í fyrstu tveimur leikjunum en tímabilið lofar góðu.