Landsleikur 100 hjá Margréti Láru kvöld

Margrét Lára leikur í kvöld A-landsleik númer 100 og verður þar með fimmta konan til þess að ná þeim árangri, en áður hafa Katrín Jónsdóttir, Edda Garðarsdóttir, �?óra B. Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir náð þessum áfanga.

Á réttri leið eftir meiðsli

Margrét Lára sem hefur verið að glíma við meiðsli segir tilfinninguna frábæra, að vera komin aftur af stað , bæði eftir meiðsli og barnsburð. �??�?g er ótrúlega spennt að byrja að spila aftur með landsliðinu og hjálpa liðinu að komast á okkar þriðju lokakeppni. Mér hefur persónulega gengið vel undanfarið með Kristianstad og nú krossa ég fingur að það verði ekkert bakslag í mínum meiðslum þannig að ég geti hægt og rólega haldið áfram að ná mínu fyrra formi,�?? sagði Margrét Lára.

Kvíði íslenskra atvinnumanna í boltaíþróttum en íslenskum háskólanemum

Um þessar mundir er búin að vera mikil og nauðsynleg umræða um andlega líðan íþróttafólks. Í þeirri umræðu er Margrét Lára fremst í flokki. Undanfarin ár hefur Margrét Lára fengið mikinn áhuga á sálfræði og þá aðallega í tengslum við íþróttir. Hún hefur menntað sig á þessu sviði, bæði er hún lokið BA gráðu í sálfræði og Bs gráðu í íþróttafræðum og stefnir á mastersnám í sálfræði. �??Eins og flestir afreksíþróttamenn þekkja þá getur umhverfi íþróttanna verið mjög streituvaldandi,�?? segir Margrét Lára. Umræðan um andlega heilsu íþróttamanna hefur opnast og langaði Margréti Láru að skoða þetta nánar. Lokaritgerð hennar í íþróttafræðinni var því um andlega heilsu íslenskra atvinnumanna í boltaíþróttum.

Hún sendi spurningalista á alla íslenska leikmenn í handbolta, fótbolta og körfubolta sem að spila með erlendum félagsliðum. Hún var aðallega að skoða einkenni kvíða og þunglyndis og voru niðurstöðurnar afar áhugaverðar. Leiddu þær í ljós að kvíði er algengari hjá íslensku atvinnumönnum í boltaíþróttum en íslenskum háskólanemum. Um 40% íþróttamanna fundu fyrir vægum, miðlungs eða alvarlegum einkennum kvíða.

Prósentan var svipuð þegar þunglyndi var skoðað en þetta verður að teljast nokkuð há tala. �??Mín skoðun er að hægt sé að hjálpa íþróttamönnum og íþróttafélögum með því að opna þessa umræðu og auka fræðslu á þessu sviði. Máltækið segir, -heilbrigð sál í hraustum líkama, en raunveruleikin segir annað, því miður,�?? segir Margrét Lára að lokum.