Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og lítið um að aðstoða þurfti fólk í tengslum við skemmtanahaldið.
Eitt vinnuslys var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en þarna hafði maður sem var að skera af netum skorið í þumalfingur vinstri handar með þeim afleiðingum að sin fór í sundur. Hann leitaði aðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum þar sem hann fór í aðgerð.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en þarna var um minniháttar óhapp að ræða og engin slys á fólki.
Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en m.a. er um að ræða vanrækslu á að hafa öryggisbelti spennt í akstri, farþegar fluttir á þann hátt að það veldur þeim hættu og ekki sýnd nægileg tillitssemi eða varúð við akstur.