Lið ÍBV hefur orðið fyrir miklu áfalli en í gær var staðfest að örvhenta skyttan Nem­anja Malovic er með slitið kross­band í hné og mun því ekkert leika meira með liðinu á þessu tímabili.
Arn­ar Pét­urs­son, þjálf­ari ÍBV, staðfesti fréttirnar við mbl.is í gærkvöldi. Malovic meidd­ist í viður­eign ÍBV og Fram í Olís-deild karla fyr­ir viku og vaknaði strax grunur um að meiðslin væru alvarleg.
Arn­ar sagði í samtali við mbl.is að á þess­ari stundu stæði ekki til að leita að leik­manni til þess að fylla skarð Malovic. �??Við spil­um á okk­ar strák­um og gef­um okk­ar tíma í að skoða næstu skref. En þetta er mikið áfall fyr­ir okk­ur. �?ví er ekki að neita,” sagði Arn­ar Pét­urs­son, þjálf­ari ÍBV.