Í júlí síðastliðnum lauk sameiginlegum leiðangri Íslendinga og �?jóðverja sem farinn hefur verið annað hvert ár í Grænlandshaf og aðliggjandi hafsvæði síðan árið 1999. Megin tilgangur leiðangursins var að meta stofnstærðir tveggja stofna karfa í úthafinu. Til stóð að Rússar tækju líka þátt í leiðangrinum, en þeir drógu sig út mánuði áður en hann hófst. Var því einungis hægt að meta stofnstærð neðri stofn úthafskarfa þar sem ekki reyndist mögulegt að fara yfir útbreiðslusvæði efri stofns úthafskarfa á einungis tveimur skipum á þeim tíma sem þeim var ætlað til rannsóknanna.
Íslendingar hafa tekið þátt í mælingunum frá árinu 1994 og í ár var R/S Árni Friðriksson við rannsóknirnar frá 10.-30. júní. Leiðarlínur Árna Friðrikssonar ásamt Walther Herwig, skipi �?jóðverja eru sýndar á 1. mynd. Aðstæður til mælinga voru góðar, veður var yfirleitt gott og litlar hindranir voru vegna íss.
Sérfræðingar frá þátttökuþjóðunum hafa nú lokið samantekt á niðurstöðum úr leiðangrinum. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur jafnframt veitt ráðgjöf um hámarksafla ársins 2016 úr neðri stofni úthafskarfa byggt á niðurstöðum mælinganna.
Neðri stofn úthafskarfa, sem er að finna á meira en 500 m dýpi, var metinn með trollaðferð þar sem ekki er hægt að mæla hann með bergmálsmælum. Ástæðan er sú að á um 250-600 m dýpi er þykkt lag lífvera, svokallað laxsíldarlag þar sem karfinn blandast öðrum fiskum og hryggleysingjum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að greina hann og mæla með bergmálsaðferð. Samsvarandi mælingar voru gerðar árin 1999-2013. Mat á magni neðri stofns úthafskarfakarfa, byggt á þeirri aðferð, var áætlað um 200 þúsund tonn sem er rúmlega 80 þúsund tonnum minna en mældist árið 2013. Mælingin í ár er sú lægsta síðan mælingar hófust árið 1999 og hefur farið úr rúmri einni milljón tonna árið 2001 (2. mynd). Mest fékkst af neðri stofni úthafskarfa á norðausturhluta rannsóknasvæðisins við mörk íslensku efnahagslögsögunnar.
Alþjóðahafrannsóknaráðið telur að vegna mjög neikvæðrar þróunar í vísitölum stofnstærðar á undanförnum árum sé nauðsynlegt að draga úr sókn, þar sem hún hefur verið langt umfram afrakstursgetu stofnsins. Í ljósi þessa hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið lagt til að heildarafli úr neðri stofni úthafskarfa verði minni en 10 þús. tonn árið 2016, sem er sama ráðgjöf og fyrir árið 2015.
Jafnframt leggur ráðið til að ekki skuli stunda beinar veiðar úr efri stofni úthafskarfa vegna mjög neikvæðrar þróunar á stofnstærð.
Sameiginleg skýrsla þeirra sem þátt tóku í leiðangrinum má nálgast á vef Alþjóðahafrannsóknaráðsins
(ICES):

Ráðgjöf um neðri stofn úthafskarfa:

Ráðgjöf um efri stofn úthafskarfa: