Slökkviliðið var ræst út á sjöunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um tilraun til íkveiku og reyk í íbúð að Ásavegi 18. �?egar slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur í bakgarði hússins þar sem garðhús, trampolín o.fl stóðu í ljósum logum. Einnig var búið að brjóta rúðu í kjallarahurð hússins og var af þeim sökum kominn reykur inn í íbúðina. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en miklar skemmdir eru á ýmsum munun sem stóðu í og við garðhúsið, sem sjálft brann til kaldra kola. �?að voru húsráðendur sem urðu varir við meintan brennuvarg sem, ásamt því að kveikja í hafði einnig brotið sér leið inn í kjallaraíbúð hússins. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann var í annarlegu ástandi þegar lögregla, sem komin var á staðinn, fjarlægði hann af vetvangi.
Slv.is greindi frá.