�?að var vel tekið á móti blaðamanni þegar hann kíkti um borð í belgíska dæluskipið Taccola sem lá í Vestmannaeyjahöfn á mánudaginn. Í brúnni sat skipstjórinn, Frans Geutjes með nokkrum úr áhöfninni. Ekki var hægt að dæla við Landeyjahöfn vegna veðurs og sjólags en þeir voru sallarólegir. Sögðu þetta vera eins og þeir reiknuðu með, að veður við Ísland geti tafið fyrir þegar komið er fram í september og október. Á þremur dögum hafa þeir náð að dæla um þriðjungi þess sem magns sem gert er ráð fyrir í þessari atrennu. Einbeita þeir sér að því að útbúa sandgildrur sitt hvoru megin við hafnargarðana sem eiga að taka við sandi sem berst að höfninni með straumum.
Eyjafréttir ræddu við Frans, sem er hollenskur en þýskur að uppruna og Yves Stanus sem er Belgi. Er hann yfirmaður verkefnisins. �?eir hafa komið að verkefnum víða um heim og er Taccola eitt af að minnsta kosti 100 dæluskipum í eigu Belgíska stórfyrirtækisins Jan de Nul sem hefur starfað í öllum heimsálfum nema Suður Afríku og Norður Ameríku.
Taccola er um 95 m langt og 20 m breitt og með mjög öflugan dælubúnað. Lestin er þrískipt og er dælt jafnt í öll hólf til að skipið hlaðist sem jafnast. Í áhöfn eru 22 og er vel búið að mannskapnum. �?egar veður hamlar ekki geta þeir tekið allt að sex vikna tarnir og eru þá staðnar tólf tíma vaktir allan sólarhringinn.
�??�?egar ég vissi að við áttum að fara til Íslands, fannst mér það ágætis tækifæri því ég hef aldrei komið hingað áður,�?? sagði Frans og það sama á við um Yves. �??�?að er mjög fallegt hérna og siglingin inn til Eyja er einstök,�?? sagði Yves.
�?eir segja mikla vinnu hafa farið í að afla upplýsinga um Landeyjahöfn og aðstæður. Eru þeir með gögn sem ná átta ár aftur í tímann um strauma, veður og ölduhæð á svæðinu. �??Auðvitað hefur hvert verkefni sína sérstöðu en aðstæður hér eru á engan hátt öðru vísi en við höfum séð áður. Við vissum hverjum við áttum von á og það ræðst af veðri hvað þetta tekur langan tíma,�?? sagði Yves.
�??Já, það er rétt að það hefur ekkert komið okkur á óvart og veðrið er eins og við gerðum ráð fyrir. Við getum athafnað okkur í tæplega tveggja metra ölduhæð en það ræðst af vindi og öldulengd,�?? sagði Frans.
Báðir láta vel af samskiptum við Íslendinga, Vegagerðina sem hefur yfirumsjón með verkinu, starfsmenn Vestmannaeyjahafnar og skipstjórana á Herjólfi. �??Við erum að grafa holur eða sandgryfjur sitt hvoru megin við innsiglinguna sem eiga að taka við sandi sem berst að höfninni með straumum. Á þremur dögum sem við höfum haft næði dældum við um það bil einum þriðja af umsömdu magni. Okkur vantar því viku til tíu daga til að klára verkið,�?? sagði Yves.
Samningurinn er til þriggja ára og næsta skref er að hreinsa höfnina í mars næstkomandi. �??Við komumst inn í höfnina á Taccolu og getum athafnað okkur þar við bestu skilyrði en það verður notað aðeins minna skip og öflugra sem heitir Pinta. Núna munum við klára það sem fyrir okkur er sett. �?etta gengur vel þegar viðrar, það er lítil skipaumferð og þetta er bara áskorun eins og öll verkefni sem við fáum í hendurnar,�?? sögðu Mark og Yves að endingu.
Klukkustund að fylla 4 mínútur að losa
Taccola getur tekið allt að 4200 rúmmetra af sandi. Tekur klukkutíma að fylla skipið og aðeins um tíu mínútur að losa sig við farminn sem er gert með því að opna lúgur á botninum. Taccola er um 95 m langt og 20 m breitt. Björgun heldur áfram með sín skip því félagið er með samning við Vegagerðina til 29. febrúar á næsta ári. Til samanburðar má geta þess að Herjólfur er 71 m langur og 16 m breiður. Félagið er með samning til ársins 2017 við Vegagerðina. Jan de Nul átti lægsta tilboð í dýpkun Landeyjahafnar fyrir tímabilið 2015 til 2017, upp á tæplega 588 milljónir króna. Er miðað við að dæla 750 þúsund rúmmetrum af sandi á næstu þremur árum. �?rjú tilboð bárust í verkið, öll frá erlendum aðilum. Björgun ehf. sem hefur séð um sanddælingu í höfninni á undanförnum árum skilaði ekki inn tilboði. �?ess má geta að Taccola er svipuð að stærð og gríska ferjan sem menn höfðu áhuga á að prófa til siglinga í Landeyjahöfn en mun öflugri.