Sigmar Snær Sigurðsson, 15 ára tók það upp hjá sjálfum sér að heimsækja Elliða Vignisson, bæjarstjóra til þess að ræða við hann um styttri opnunartíma í félagsmiðstöðinni Rauðagerði eða Féló eins og krakkarnir kalla það. Ekki var hann að öllu leyti sáttur við viðbrögð Elliða og ákvað að hefja undirskrifasöfnun. Gekk hún vel og hefur hann afhent bæjarstjóra listana.
Í samtali við Eyjafréttir sagði Sigmar Snær að Elliði hefði tekið vel á móti sér en á fundi þeirra kom hann á framfæri óánægju sinni með styttri opnunartíma. Finnst það slæmar fréttir ef á að skerða hann enn frekar. �?að væri vond þróun fyrir unglinga í Vestmannaeyjum.
Sigmar Snær sagði að starfið í félagsmiðstöðvum sé ekki bara til þess að krakkarnir hafi eitthvað að gera. �?að sé líka forvarnarstarf. �??�?að er ekki mikið sem unglingar geta haft fyrir stafni í Vestmannaeyjum annað en íþróttir. �?ess vegna er mikilvægt að hafa opinn stað um helgar svo unglingar bæjarins hafi eitthvað annað að gera en að hanga heima í tölvunni eða í sjoppunum,�?? sagði Sigmar Snær.
Honum fannst samtalið við Elliða ekki vera nóg og vildi gera meira. Hann fór því af stað með undirskriftarsöfnun og skrifuðu 130 manns undir á þremur dögum, nemendur og kennarar þar sem þeir sameinast um að ekki eigi að stytta opnun Rauðagerðis heldur auka hana.