�?að verður fjör á Háaloftinu í kvöld á tónleikum Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar, Geirs �?lafssonar og Kristján Jóhannssonar. Allir eiga þeir langan en ólíkan tónlistarferil að baki og verður gaman að sjá og heyra þá leiða saman hesta sína hér í Eyjum í kvöld. �?ar með er dagskrá Háaloftsins þetta haustið hafin og ef þessir tónleikar eru vísir að því sem koma skal er ástæða til. Húsið opnar klukkan átta og tónleikarnir hefjast klukkan 21, enda löng dagskrá framundan.
Kristján Jóhannsson, stórtenór þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum. Hann gerði m.a. garðinn frægan á Scala, Metropolitan og Landakirkju. Geir hefur vaxið sem söngvari með hverju árinu og enginn túlkar betur stórsveitartónlistina þar sem Sinatra var fremstur meðal jafningja. �?skiljanlegt að hafa hann ekki með þegar haldnir voru tónleikar um daginn þar sem þess var minnst að 100 ár eru frá fæðingu meistara Franks Sinatra. En þeirri skaði er okkar lán.
�?á er það Guðmundur Rúnar sem hefur víða hefur komið á ferli sínum sem myndlistarmaður og tónlistarmaður. ,,Við ætlum að vera með tónleika í Eyjum þann annan október, ég og Geir �?lafs með heiðursgestinn Kristján Jóhannsson,” sagði Guðmundur Rúnar í spjalli við Eyjafréttir. ,,Við skiptum tónleikunum upp í þrjá parta. �?g mun vera einn á sviðinu í smá stund, spila nokkur vel valinn lög sem ég hef flutt í gegnum tíðina, segja söguna á bak við þau og rifja upp gamlar stundir sem ég átti í Eyjum þegar ég bjó þar. Sum hver urðu einmitt til á þeim tíma.”

Slor og skítur
Margir þekkja Súrmjólk í hádeginu, lag sem Bjartmars sem Guðmundur gerði eftirminnileg skil en hann er líka afkastamikill tónlistarmaður. Hann átti lög í hinni sígildu mynd með Allt á hreinu og hver man til dæmis ekki eftir Slori og skít, einkennislag ÍBV strákanna í fótboltanum. Einnig má nefna Hvíta sokka, Gallabuxur, Vinna og ráðningar og Atvinnulaus. Nú gefst tækifæri til að hressa upp á gömul kynni og heyra söguna á bak við þau.