Enski bakvörðurinn Jonathan Patrick Barden skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við ÍBV og er samningurinn til loka tímabils 2016.
Barden, eins og leikmaðurinn er jafnan kallaður, kom til liðsins fyrir tímabilið frá Bandaríkjunum þar sem hann hafði spilað undanfarin ár.
Alls spilaði Barden 19 leiki með ÍBV í sumar, bæði í Pepsí deildinni og Borgunarbikarnum.
Áfram ÍBV �?? alltaf, allstaðar!