Laugardaginn 10. október átti að halda styrktartónleika fyrir Fanneyju Ásbjörnsdóttur sem undanfarin misseri hefur barist hart fyrir því að fá viðeigandi meðferð við sínum sjúkdómi, lifrarbólgu C, hjá ríkinu. Í gær kom í ljós að tryggt er að allir sjúklingar á Íslandi fá viðeigandi meðferð og var það mikill gleðidagur, ekki bara fyrir Fanneyju og hennar fólk heldur alla sem þjást af lifrarbólgu sem gætu verið um 1000 á landinu. Ákveðið er að halda tónleikana og fagna um leið og fólki gefst tækifæri til að styrkja Fanneyju í baráttunni.
�?órarinn �?lason er forsprakki þessara tónleika sem bera yfirskriftina Vertu þú sjálfur, farðu alla leið. �?órarinn hefur fengið fullt af frábæru fólki til liðs við sig, þar á meðal Blítt og létt hópinn, atriði úr Blues Brothers messunni og mörg önnur óvænt atriði. �?etta á að vera gleðistund fyrir fjölskyldur til að koma saman, láta gott af sér leiða og hafa gaman.
Föstudagskvöld í september sat �?órarinn �?lason fyrir framan sjónvarpið að horfa fréttirnar þegar viðtalið við Fanneyju Ásbjörnsdóttur var birt. Hans viðbrögð eins og margra annarra var reiði og svo kom upp þessi löngun til að leggja sitt af mörkum. �??Fyrir mörgum árum átti ég alveg svakalega erfitt. �?g gleymi aldrei að þá fékk ég frá Fanneyju viðmót sem hafði mikil áhrif á mig, þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt,�?? segir �?órarinn. Hann fór af stað til þess að athuga hvort það væri í lagi Fanneyjar vegna að halda tónleika og athuga hvort fólk hefði áhuga á að taka þátt í þessu með honum og það gekk vel. �??Allir vilja taka þátt ef fólk hefur möguleika á og enginn hefur sagt nei.�?? Tónleikarnir verða haldnir í Höllinni og mörg atriði verða á dagskránni. Einar Björn verður með næringu handa öllum í hléi. �??�?að langar flesta að hjálpa og leggja sitt að mörkum. �?etta er því vettvangur fyrir fólk að láta gott af sér leiða og
skemmta sér og sínum í leiðinni.�?? �?órarinn sem er rafvirki hjá HS veitum ætlaði að fara af stað seinasta föstudag og negla niður dagskrána. Hann komst því miður ekki því hann fékk 11.000 volta straum. Var hann heppinn að sleppa lifandi frá þessu. Er hann sár á fingrunum og löppinni.
,,�?etta voru mannleg mistök og slapp ég í raun og veru ágætlega frá þessu. �?g vil fá að nefna hvað við erum með frábært sjúkraflutningafólk sem mætti fljótt á staðinn, sex til átta manns komu á staðinn og unnið var á öllum stöðum sem ég slasaðist á og vil ég þakka þeim fyrir�?� sagði �?órarinn að lokum.
�?eim sem ekki eiga heimangengt á tónleikana en vilja styrkja málefnið er bent á styrktarreikninginn: 0582-14-401984, Kt. 170456-3359.