Annar þáttur af the Voice Ísland var sýndur í gærkvöldi á Skjá einum. �?ar sáu glöggir Eyjamenn bregða fyrir kunnulegu andliti. �?ar söng Eyjastúlkan Sigríður Helga Ástþórsdóttir. Hún söng lag Cristinu Perri, Jar of hearts og gerði það listavel, eins og henni einni er lagið.
“Jahérna hér ! �?g er vægast sagt í spennufalli. Tók stórt skref út fyrir kassann þegar ég féllst á þáttöku í The Voice. Kvíði og óöryggi hafa allt of oft stoppað mig af í því að syngja, en nú steig ég inn í óttann og sé svo sannarlega ekki eftir því. �?g er að læra svo ótrúlega mikið þessa dagana og upplifa svo ótrúlega margt skemmtilegt. Móttökurnar voru vægast sagt magnaðar og ég er svo óendanlega þakklát fyrir stuðninginn og fallegu orðin sem rigna yfir mig um þessar mundir. Takk enn og aftur frábæra fólk !”sagði Sigríður Helga eða Sísí á Fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi.
Eyjamenn eru ekki óvanir að njóta fagurs söng Sísíar og hefur hún oft komið fram á tónleikum í Eyjum. Meðal annars söng hún þetta sama lag á tónleikum í Landakirkju árið 2011 við undirleik Gísla Stefánssonar. Má hlíða á þá útgáfu af laginu í spilaranum hér að ofan. Einnig hefur hún sungið og leikið í nokkrum uppfærslum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Árið 1999 tók hún þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna fyrir hönd FÍV og söng þá íslenskan texta við lag the Hollies, Hann er minn bróðir.
The voice virkar þannig að dómararnir snúa baki í söngvarana og þurfa því að dæma eingöngu útfrá því sem þeir heyra. Fjórir þjálfarar, Helgi Björns, Salka Sól, Svala Björgvnis og Unnsteinn Manúel, safna söngvurum hver í sitt lið með því ýta á takka og snúa þannig stólnum við ef þeir hafa áhuga á að vinna með þeim söngvara. Tveir snéru sér við fyrir Sísí, þau Salka Sól og Unnstein, flyst þá valdið yfir til söngvarans og valdi Sísí að vinna með Unnsteini.
�?egar allir dómararnir hafa fyllt sín lið hefjast innbyrðis söngbardagar í liðunum. �?ar syngja tveir söngvarar í sama liði sama lagið og velur þjálfarinn svo annan þeirra til að halda áfram. �?annig gengur það koll af kolli þar til einn situr eftir.
�?að verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá Sísí.