Fjórða skrúfuþotan í flota Flug­fé­lags­ins Ern­is bæt­ist við síðar í mánuðinum.
Mik­il fjölg­un farþega til og frá Húsa­vík og Vest­manna­eyj­um, þangað sem fé­lagið er með dag­leg­ar ferðir, ræður þessu og hafa flug­véla­kaup­in verið í deiglu um nokk­urt skeið. Vél­in nýja er sömu gerðar og þær þrjár sem Ern­ir eiga fyr­ir, það er Jet Stream 32 sem tek­ur 19 farþega.
Jet Stream vél­in vænt­an­lega hef­ur verið í eigu tyrk­nesks flug­fé­lags. Um þess­ar mund­ir eru nokkr­ir Ern­is­menn í Tyrklandi að yf­ir­fara grip­inn og taka út. Allt hef­ur gengið að ósk­um og reikn­ar Ásgeir �?rn �?or­steins­son sölu- og markaðsstjóri Ern­is með að flug­vél­in nýja komi til lands­ins eft­ir um tvær vik­ur.

Mbl.is greindi frá.