Í dag klukkan 18:00 taka Víkingar á móti ÍBV í Víkinni þegar áttunda umferð Olís deildar karla fer fram. Víkingar eru nýliðar í deildinni og sitja á botni hennar ásamt hinum nýliðunum, Gróttu en bæði lið eru með tvö stig. ÍBV hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og hafa unnið fimm leiki í röð, strákarnir eru í þriðja sæti deildarinnar með tíu stig.