Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær lá fram beiðni frá Hannesi Hannessyni fh. Póstdreifingar sem óskaði eftir leyfi til að setja upp blaðakassa á ljósastaura til dreifingar á Fréttablaðinu. Um er að ræða sömu staði og veitt var leyfi fyrir árið 2008.
Ráðið samþykkir leyfi til 2 ára. Staðsetning blaðakassa skal vera í fullu samráði við starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Ráðið felur skipulags-og byggingarfulltrúa framgang erindis.