Vegna verkfalls SFR er skrifstofa Sýslumannsins í Vestmannaeyjum lokuð frá 15. október 2015 þar til samningar hafa náðst.
Á skrifstofu embættisins eru við störf Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður og Sæunn Magnúsdóttir, löglærður fulltrúi sýslumanns. Hægt er að ná sambandi við þær um netföngin [email protected] og [email protected].
Sýslumaður og löglærður fulltrúi munu svara fyrirspurnum er varða þeirra lögfræðilegu störf og eftir atvikum veita viðtalstíma vegna þeirra s.s. ef afhenda þarf dánartilkynningu.
Upplýsingar um skuldastöðu gjaldenda við ríkissjóð eru ekki veittar en bent er á heimasíðuna www.skattur.is, þar sem hver og einn gjaldandi getur séð sína skuldastöðu.
Gjaldendum, sem ætla að greiða, er bent á reikning embættisins nr. 0582-26-2, kt. 490169-7339. Gott er að senda tölvupóst með skýringu á greiðslu á netfangið [email protected].
15. október 2015
Lára Huld Guðjónsdóttir,
sýslumaður.