Í miðbæ Vestmannaeyja verður líf og fjör í kvöld en þá ætla flestar verslanir og veitingastaðir að hafa opið lengur í tilefni af bleika deginum á morgun, föstudag. Í fyrra heppnaðist framtakið einstaklega vel, mikil fjöldi fólks lagði leið sína í bæinn og lét gott af sér leiða á einn eða annan hátt.
Einhverjar verslanir ætla að láta ákveðna prósentu af sölu kvöldsins renni til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum, aðrar ætla að selja varning til styrktar málefninu á meðan aðrar bjóða upp á tilboð, frábært framtak hjá verslunareigendum bæjarins.