Á morgun föstudaginn 16. október verða haldnir útgáfutónleikar Sigurgeirs Sigmundssonar gítarleikara sem fagnar útkomu fyrstu sólóplötu sinnar. Með honum á tónleikunum verður �??Draumabandið�?? hans sem skipað er Friðriki Sturlusyni á bassa, �?óri �?lfarssyni á hljómborð og Ásmundi Jóhannssyni á trommur.
Á efnisskránni verða lög af nýútkominni hljómplötu ásamt því sem Gary Moore verður minnst sérstaklega.
Hljómplata Sigurgeirs hefur fengið frábæra dóma og þykja tónleikarnir vera mikill fengur fyrir rokk- og blúsgítaráhugamenn.
Hann hefur um langt árabil verið einn afkastamesti rokkgítarleikari þjóðarinnar og leikið með öllum helstu hljómlistarmönnum landsins m.a. í Tyrkjaguddu.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og verð aðgöngumiða er aðeins kr. 2.500.