Pysjunum hefur fækkað til muna og síðustu daga hefur aðeins verið komið með um tíu pysjur á dag í pysjueftirlitið. Samkvæmt auglýstri vetraropnun Sæheima á einungis að vera opið á laugardögum í október, en vegna pysjueftirlitsins þá framlengdum við sumaropnunartímann fram til dagsins í dag.
Núna um helgina ætlum við að stytta opnunartímann nokkuð þar sem pysjunum hefur fækkað svo mjög og munum hafa safnið opið bæði laugardag og sunnudag kl. 13 -16.