Í dag klukkan 13:30 mætast ÍBV og KA/�?ór í Olís deild kvenna en deildin fer aftur af stað í dag eftir tveggja vikna pásu vegna landsleikja. ÍBV hefur farið gríðarlega vel af stað í deildinni, en stelpurnar eru í efsta sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta en með betri markatölu. Stelpurnar hafa unnið alla fimm leiki sína á meðan KA/�?ór er í þrettánda og næst neðsta sæti deildarinnar með eitt stig.