Knatt­spyrnu­deild Fylk­is staðfesti í dag komu Jose Seoa­ne til fé­lags­ins frá ÍBV en hann ger­ir eins árs samn­ing.
Sito, sem er 26 ára gam­all Spán­verji, hef­ur leikið í neðri deild­un­um á Spáni og í Banda­ríkj­un­um en hann lék með Eyja­mönn­um í Pepsi-deild­inni í sum­ar.
Hann gerði 6 mörk í 11 leikj­um fyr­ir ÍBV í sum­ar en hef­ur nú gert eins árs samn­ing við Fylki og mun því leika með þeim næsta sum­ar.
�?essi fé­laga­skipti hafa verið mikið í umræðunni und­an­farna daga en talið var að Fylk­is­menn hefðu rætt ólög­lega við Sito. Árbæ­ing­ar vísuðu því á bug og hafa þeir nú staðfest komu hans í Laut­ina.