Knattspyrnudeild Fylkis staðfesti í dag komu Jose Seoane til félagsins frá ÍBV en hann gerir eins árs samning.
Sito, sem er 26 ára gamall Spánverji, hefur leikið í neðri deildunum á Spáni og í Bandaríkjunum en hann lék með Eyjamönnum í Pepsi-deildinni í sumar.
Hann gerði 6 mörk í 11 leikjum fyrir ÍBV í sumar en hefur nú gert eins árs samning við Fylki og mun því leika með þeim næsta sumar.
�?essi félagaskipti hafa verið mikið í umræðunni undanfarna daga en talið var að Fylkismenn hefðu rætt ólöglega við Sito. Árbæingar vísuðu því á bug og hafa þeir nú staðfest komu hans í Lautina.