Fylkir tók á móti ÍBV þegar sjöunda umferð Olís deildar kvenna fór fram. Eyjastelpur voru í miklu basli með baráttuglaðar Fylkisstelpur en ÍBV liðið átti ekki sinn besta dag þar sem lítið gekk upp í vörn og sókn. Fylkir skoraði fyrsta mark leiksins og hélt forustunni alveg þangað til fjórar mínútur voru eftir en þá komst ÍBV í fyrsta sinn yfir í leiknum 27-28 eftir að staðan í hálfleik var 19-16. Stelpurnar voru ekkert líkar sér fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins en þá tóku þær við sér og keyrðu á lið Fylkis.
�?egar skammt var til leiksloka fóru Fylkisstelpur í sókn og gátu jafnað leikinn sem þær gerðu þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Eyjastelpur tóku hraða miðju, Ester �?skarsdóttir brunaði fram og skaut að marki Fylkis og skoraði í tómt markið en engin hafði tekið eftir því að markmaður Fylkis var ekki á sínum stað í markinu og Ester skoraði örugglega þar sem þjálfari Fylkis hafði tekið sénsinn og spilað með sjö útileikmenn í lokasókn Fylkis. ÍBV sigraði leikinn 30-31 og mikilvæg tvö stig í toppbaráttunni komin í hús. Stelpurnar eru enn ósigraðar á toppi deildarinnar ásamt Gróttu, bæði lið með fjórtán stig en ÍBV með betri markatölu. Næstkomandi miðvikudag mætast svo þessi tvö efstu lið og má búast við hörkuleik á milli þeirra.
Mörk ÍBV skoruðu þær: Ester �?skarsdóttir 8, Vera Lopes 8, Greta Kavaliauskaite 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Telma Amado 3, Kristrún Hlynsdóttir 3, Drífa �?orvaldsdóttir 1.