Valur tók á móti ÍBV í kvöld í 10.umferð Olís deildar karla þar sem heimamenn sigruðu leikinn með einu marki, 27-26.
Leikurinn hófst af miklum krafti Valsmenn byrjuðu þó aðeins betur og komust í 4-2, ÍBV svaraði þá góðum kafla Valsmanna og skoruðu næstu þrjú mörk leiksins og náðu þar með eins marks forskoti sem liðin skiptust á að hafa út fyrri hálfleikinn en varnir beggja liða smullu ekki fyrr en eftir um tíu mínútna leik.Eyjamenn voru marki yfir þegar skammt var til að flautað yrði til hálfleiks, ÍBV vann boltann af Val og Theodór Sigurbjörnsson brunaði fram en brenndi af þegar boltinn hafnaði í þverslánni, í stað þess að fara með tveggja marka forskoti inn í hálfleikinn jafnaði Valur leikinn og staðan var 11-11 í hálfleik.
Síðari hálfleikur var alveg sama skemmtunin og sá fyrri. Valur byrjaði aftur betur og náðu heimamenn þriggja marka forskoti. Eyjamenn komu aftur til baka og náðu forustunni, liðin skiptust á að leiða með eins marks mun og var baráttan mikil í leiknum en ÍBV var samtals í 12 mínútur utan vallar. Bæði lið voru að spila hörkuvörn og en ekki má segja það sama um markvörsluna en markmenn ÍBV náðu sér ekki á strik í dag.
�?egar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum fékk Magnús Stefánsson sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald en ÍBV voru þá einu marki yfir en strákarnir höfðu fengið tvær ágætar tilraunir til að ná tveggja marka forskoti í fyrri sóknum en mistókst. Valsmenn náðu þá að jafna og komast svo yfir stuttu síðar þegar Guðmundur Hólmar skoraði yfir endilangan völlinn þar sem enginn markmaður stóð í marki ÍBV. Andri Heimir náði svo að jafna metin í næstu sókn en Guðmundur Hólmar tryggði svo Valsmönnum sigurinn þegar um 10 sekúndur voru eftir af leiknum.
Mörk ÍBV skoruðu þeir: Andri Heimir Friðriksson 9, Einar Sverrisson 4, Theodór Sigurbjörnsson 4, Dagur Arnarsson 3, Hákon Daði Styrmisson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Grétar �?ór Eyþórsson 1 og Brynjar Karl �?skarsson 1.
Stephen Nielsen varði sjö skot í marki ÍBV, þar af eitt víti.